Fara í efni

Ábending um sápubragð af barnamat

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun vekur athygli neytenda á innköllun á einni framleiðslulotu af barnamatnum The Yellow One frá Ella's Kitchen vegna ábendingar um sápubragð. Ábending barst frá neytanda í gegnum ábendingakerfi Matvælastofnunar. Innflytjandinn, Nathan & Olsen, hefur innkallað vöruna í varúðarskyni í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.  

Innköllunin á einungis við um eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vöruheiti: Ella´s Kitchen - The Yellow One
  • Framleiðandi: Ella´s Kitchen
  • Best fyrir dagsetning: 02/2019
  • Lotunúmer: 1903023312
  • Strikamerki 5060107330030
  • Framleiðsluland: Bretland
  • Innflytjandi: Nathan og Olsen
  • Dreifing: flestar verslanir um allt land

Neytendur sem kunna að hafa vöruna undir höndum eru beðnir um að skila henni til Nathan & Olsen hf., Klettagörðum 19, 104 Reykjavík.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?