Fara í efni

Nýtt heilbrigðisvottorð til Kína og ítrekun um nýjar reglur

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Nýtt heilbrigðisvottorð

Nýtt vottorðaform fyrir fiskafurðir til Kína verður tekið í notkun 1. desember 2021. Fyrir umsóknir um vottorð sem gefa á út frá og með 1. desember 2021 er framleiðendum bent á að hafa samband við inn- og útflutningsdeild til þess að nálgast innskrifanlega útgáfu.

Áður hafði verið stefnt á notkun nýrrar útgáfu 1. janúar 2021, en þeirri gildistöku var frestað þar til nú. Sjá tengla á eldri fréttir Matvælastofnunar um málið hér.

Nýjar reglur um innflutning til Kína

Matvælastofnun vill ítreka frétt um tvær nýjar tilskipanir sem taka gildi í Kína 1. janúar 2022.

Brýnt er fyrir framleiðendum að kynna sér þau ákvæði reglnanna sem snerta þá, í samráði við sína viðskiptaaðila í Kína.

Norska matvælastofnunin hefur tekið saman ágæta samantekt um helstu breytingar, sem er uppfærð reglulega.

Tilskipun 248 um skráningu erlendra framleiðanda innfluttra matvæla.

Á meðal mikilvægustu atriða er:

 • Framleiðendur ýmissa tegunda matvæla sem flutt eru til Kína munu þurfa að sækja um skráningu hjá kínverskum yfirvöldum með aðkomu MAST.
  • Framleiðendur af kjöti og kjötafurðum, fiski og fiskafurðum, mjólkurafurðum og hreiðrum.
   • Þeir sem þegar eru á lista kínverskra yfirvalda munu halda sínum skráningum þar til gildistími þeirra rennur út. Þá mun endurnýjun skráninga fara fram eftir nýju reglugerðinni. Umsókn um endurnýjun þarf að berast 3-6 mánuðum áður en gildistíma lýkur.
  • NÝTT: Framleiðendur fleiri tegunda matvæla þurfa nú að vera skráðir hjá kínverskum yfirvöldum með aðkomu MAST. Þetta á við um afurðir (á ensku):
   • Casings
   • Bee products
   • Egg and egg products
   • Edible fats and oils
   • Stuffed pastry products
   • Edible grains
   • Milled grain industry products and malt
   • Fresh and dehydrated vegetables and dried beans
   • Unroasted coffee beans and cocoa beans
   • Condiments
   • Nuts and seeds
   • Dried foods
   • Food for special dietary purpose
   • Functional food
  • NÝTT: Framleiðendur annarra tegunda matvæla en öllum ofangreindum þurfa sjálfir að sjá um skráningu hjá kíverskum yfirvöldum. Skráning fer fram á www.singlewindow.cn.

Sjá nánari ákvæði um skráningar í tilskipuninni sjálfri.

Tilskipun 249 um ráðstafanir vegna matvælaöryggis inn- og útflutnings

Á meðal mest aðkallandi atriða er breytt krafa um merkingar:

 • Gerð er krafa um merkingu á innri og ytri umbúðum matvæla í flestum tilfellum
  • Fiskur og fiskafurðir skulu bera sömu upplýsingar á innri og ytri umbúðum
  • Kjöt og kjötafurðir skulu bera ítarlegri upplýsingar á ytri umbúðum, en innri umbúðir skulu einnig merktar
  • Merkingar á ‚heilsufæði‘ (e. Health food and foods for special dietary purposes) skulu prentaðar á minnstu sölueiningu og mega ekki vera límdar á
  • Ef annarra merkinga/tákna er krafist skulu þau prentuð á innri og ytri umbúðir.
  • Fylgja skal kínverskum merkingarreglum í hvívetna

Sjá nánar í 30. grein í tilskipun 249

Ekki þykir enn fullljóst hvernig túlka á kröfu um merkingu innri umbúða fyrir fisk og fiskafurðir. Þá segir í túlkun kínverskra yfirvalda á tilskipun 249 (óopinber þýðing):

 

If imported aquatic products do not directly enter the domestic consumption market (including being used as processing raw materials, re-export), pallets, containers and shipping cabins can be used as independent packaging units to mark the information in this article.

Ítarefni:


Getum við bætt efni síðunnar?