Fara í efni

Náttúrlegt eiturefni í te

Matvælastofnun varar við einni framleiðslulotu af Herbapol te vegna náttúrulegra eiturefna (pyrrolizidine alkaloids) sem Market ehf. flytur inn. Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað vöruna.

Tilkynning um innköllunina kom í gegnum evrópska hraðviðvörunarkerfið RASFF um hættuleg matvæli og fóður á markaði.

Einungis er verið að innkalla eftirfarna framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Herbapol.
  • Framleiðandi: Herbapol Lublin S.A.
  • Vöruheiti: Ostropest plamisty herbatka ziołowa (360g)
  • Innflytjandi: Market ehf.
  • Framleiðsluland: Pólland.
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: L0025 / 28.02.2027.
  • Strikanúmer: 5900956006277
  • Dreifing: Euro Market verslanir, Smiðjuvegi 2 og Hamraborg 9 í Kópavogi.

Kaupendur eiga ekki að neyta heldur farga eða skila í verslun gegn endurgreiðslu.

Ítarefni

 

 

 

 


Getum við bætt efni síðunnar?