Grunur um eldislax í á á Vestfjörðum
Frétt -
30.08.2022
Matvælastofnun barst tilkynning þann 26. ágúst vegna laxa sem voru veiddir á Vestfjörðum en grunur er um að um eldislax sé að ræða. Starfsmenn Fiskistofu og Matvælastofnunar hafa farið á staðinn og tekið sýni sem send voru til Hafrannsóknastofnunar til erfðagreiningar. Atvikið er til meðferðar hjá Matvælastofnun.
Frekari upplýsingar verða veittar um málið þegar niðurstöður erfðagreiningar liggja fyrir.