Fara í efni

Grunur um eldislax í á á Vestfjörðum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun barst tilkynning þann 26. ágúst vegna laxa sem voru veiddir á Vestfjörðum en grunur er um að um eldislax sé að ræða. Starfsmenn Fiskistofu og Matvælastofnunar hafa farið á staðinn og tekið sýni sem send voru til Hafrannsóknastofnunar til erfðagreiningar. Atvikið er til meðferðar hjá Matvælastofnun.

Frekari upplýsingar verða veittar um málið þegar niðurstöður erfðagreiningar liggja fyrir.


Getum við bætt efni síðunnar?