Fara í efni

Lús

Orsök: Blóðsjúgandi lús; Linognathus setosus, og tvær tegundir af naglús Trichodectes canis og Heterodoxus spiniger. Felicola subraostratus í köttum

Móttækilegar dýrategundir: Lús er nokkuð sérhæfð á hýsla en hver tegunda hefur yfirleitt sína tegund lúsa.

Meðgöngutími: Allur lífsferill er á dýrinu. Það tekur um.þ.b. 3-4 vikur að þroskast frá nit í fullorðna lús. Lús lifir aðeins nokkra daga utan hýsils, en egg geta klakist út í 2-3 vikur.

Einkenni: Kláði og húðskaði eftir klór s.s. möguleg húðsýking.

Smitleið: Lús smitast við snertingu eða við snertingu við áhöld, beisli, ólar, bæli og staði sem dýr liggja á. Lúsin er tegundasérhæfð og lifir ekki nema á sínum hýsli. Lúsin festir egg sín (nit) á feldhárum þar sem þau klekjast út. Lús getur borið með sér smitsjúkdóma og innri sníkjudýr.

Útbreiðsla: Algeng um allan heim  

Greining: Leit í feld eftir lús og nit.   

Meðhöndlun: Virk sníkjudýralyf á lús. Þarf að endurtaka eftir 7-10 daga. 

Uppfært 05.02.2020
Getum við bætt efni síðunnar?