Fara í efni

Klamydíu- og mýkoplasmasýking

Chlamydia felis og Mycoplasma felis eru hluti af fjölþátta öndunarfærasýkingu í köttum (e. Feline Respiratory Disease Complex), ásamt feline herpesvirus type 1 og feline calicivirus. 

Orsök: Bakteríurnar Chlamydia felis og Mycoplasma felis

Móttækilegar dýrategundir: Kettir. Einhver tilfelli hafa greinst af augnslímhúðarbólgu í fólki af völdum Chlamydia felis

Meðgöngutími: 5-10 dagar.

Einkenni: Chlamydia felis veldur augnslímhúðarbólgu og oft á tíðum hnerra og hita. Mycoplasma getur sýkt augu og efri öndunarfæri.

Smitleið: Loftborið smit og smit með ýmsum tækjum og tólum. Kettir sem hafa náð sér geta smitað í marga mánuði.

Útbreiðsla: Algengar um allan heim.

Greining: Klínísk einkenni.

Meðhöndlun: Sýklalyf og stuðningsmeðhöndlun.

Nánari upplýsingar: Merck Veterinary Manual

Uppfært 23.01.2020
Getum við bætt efni síðunnar?