Fara í efni

Flær

Orsök: Fleiri tegundir finnast af flóm (>2200 tegundir) en aðeins nokkrar tegundir smita helst hunda og ketti og þá helst Ctenocephalides canis (hundaflóin), Ctenocephalides felis (kattaflóin) og Pulex simulans (minni spendýr).  

Móttækilegar dýrategundir: Ólíkar tegundir flóa geta smitað ólíkar tegundir hýsla, en þrífast helst á sínum aðalhýsli

Meðgöngutími: Allt eftir umhverfisaðstæðum getur lífsferill verið frá 2 vikum til eitt ár. En við dæmigerðar aðstæður innandyra getur flóin klárað lífsferil á 3-8 vikum. Lirfustigið varir 5-11 daga en getur orðið allt að 2-3 vikur eftir umhverfi og aðgengi að næringu. Forstig fullorðinna flóa geta legið í dvala í allt að ár þar til hún kemst í snertingu við smitnæmt dýr kemur. Við góð skilyrði getur fullorðin fló lifað í allt að 2 vikur áður en hún þarf blóð.

Einkenni: Flær geta ert húðina og valdið flóaofnæmi, bæði í dýrum og á fólki. Flær geta líka borið með sér bakteríusjúkdóma og sníkjudýr. Kattflóin getur fjölgað sér bæði á hundum og köttum.

Smitleið: Lirfur þola ekki raka undir 50% í lengri tíma. Geta hoppað milli hýsla eða borist frá smituðu umhverfi. 

Útbreiðsla: Um allan heim

Greining: Við kembingu eða t.d. límbandssýni. Saur flóanna oft áberandi á dýrum með mikið smit.

Meðhöndlun: Sníkjudýrameðhöndlun með lyfjum sem ná til flóa

Uppfært 31.01.2020
Getum við bætt efni síðunnar?