Fara í efni

Útflutningur fiskeldisafurða til Ástralíu mögulegur

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun heldur opinn upplýsingafund um útflutning fiskeldisafurða til Ástralíu miðvikudaginn 13. september kl. 13.

Fundurinn verður haldinn á Teams og er ætlaður hagaðilum og öðrum áhugasömum um málefnið. Hlekkinn er að finna neðst í fréttinni.
Fundurinn er haldinn í tilefni þess að áströlsk yfirvöld hafa tilkynnt Matvælastofnun að nú teljist Ísland uppfylla skilyrði sem gilda um laxfiskafurðir sem fluttar eru til Ástralíu. Leyfið á sér langan aðdraganda, en áströlsk yfirvöld hafa gert úttekt á sjúkdómastöðu eldisfisks (laxfiska) og í kjölfarið heimilað innflutning á fiskeldisafurðum frá Íslandi til Ástralíu að uppfylltum ákveðnum kröfum.
Á fundinum verður farið yfir aðdraganda málsins, skilyrðin sem í gildi eru, úttektir og leyfisveitingar framleiðenda og vottun afurða.

Nánari upplýsingar um útflutning til Ástralíu er að finna á vef MAST


Getum við bætt efni síðunnar?