Fara í efni

Útflutningur laxfiskafurða til Ástralíu

Áströlsk yfirvöld hafa gert úttekt á sjúkdómastöðu eldisfisks (laxfiska) á Íslandi og telja hana ásættanlega og hafa heimilað innflutning á fiskeldisafurðum frá Íslandi til Ástralíu að uppfylltum ákveðnum kröfum.

Kynning MAST fyrir hagaðila 13.09.23 (pdf)

Kröfur Ástralíu - yfirlit

Íslensk yfirvöld þurfa að ábyrgjast að eftirfarandi kröfur ástralskra yfirvalda, sem eiga við um innflutning á laxfiskaafurðum til Ástralíu, séu uppfylltar:

  1. Skilyrði ástralskra yfirvalda koma fram í eftirfarandi skjali: Attachments A and B – revised requirements (enskur og íslenskur texti). Viðhengi A og B - endurskoðaðar kröfur (eingöngu á íslensku).
  2. Íslensk yfirvöld skulu strax tilkynna áströlskum yfirvöldum ef upp kemur sjúkdómur í eldisfiski eða í villtum fiski sem leiða til þess að ástralskar reglur banni innflutning afurða frá Íslandi.
  3. Íslensk yfirvöld skulu halda utan um nöfn, heimilisföng og samþykkisnúmer starfsstöðva sem hlotið hafa leyfi til framleiðslu fyrir Ástralíu. Íslensk yfirvöld skulu hafa reglubundið eftirlit með þessum starfsstöðvum stöðva útflutning á afurðum ef þær uppfylla ekki lengur kröfur um framleiðslu til Ástralíu.
  4. Uppfylla þarf almennar og sértækar kröfur Ástalíu um sjúkdómastöðu í villtum fiski og í eldisfiski á Íslandi.
  5. Uppfylla þarf almennar kröfur um hollustuhætti og ástralskar sérkröfur, en þær varða fyrst og fremst sjúkdómastöðu í laxfiskum í og við Ísland, einungis má vinna og flytja út til Ástralíu afurðir laxfiska frá samþykktum löndum og rekjanleiki afurða þarf að vera algjörlega tryggður.
  6. Áströlsk yfirvöld áskilja sér rétt til að gera úttekt á starfstöðvum á Íslandi og sem leyfi hafa til útflutnings til Ástralíu.
  7. Öllum sendingum til Ástralíu þarf að fylgja opinbert heilbrigðisvottorð, sem einungis má gefa út séu allar kröfur Ástralíu varðandi dýraheilbrigði uppfylltar.

Kröfur til framleiðenda

Matvælastofnun gerir úttekt í samræmi við LBE-227 á framleiðendum sem óska eftir leyfi til útflutnings laxfiskafurða til Ástralíu.

  1. Starfsstöðin skal hafa starfsleyfi með samþykkisnúmeri frá Matvælastofnun (MAST)
  2. Starfsstöðin þarf að hafa gilt leyfi til vinnslu á eldisfiski/laxfiski.
  3. Starfsstöð sem tekur á móti hráefni frá annarri starfsstöð (s.s. sláturhúsi) skal ganga úr skugga um að viðkomandi starfsstöð hafi hlotið samþykki til framleiðslu fyrir Ástralíu.
  4. Ef starfsstöðin hyggst framleiða hitameðhöndlaðar laxfiskafurðir skal það hafa leyfi fyrir þeirri starfsemi.
  5. Starfsstöðin þarf að hafa tiltækar upplýsingar um ástralskar sérkröfur skv. fylgiskjali A og B – endurskoðaðar kröfur.
  6. Starfsmenn verða að hafa hlotið fullnægjandi þjálfun varðandi ástralskar sérkröfur.
  7. Starfsstöðin skal hafa fullnægjandi verklag til þess að tryggja aðskilnað milli laxfiskhráefnis frá samþykktum löndum/samþykktum starfsstöðvum og laxfiskhráefnis frá ósamþykktum löndum/starfsstöðvum.
  8. Starfsstöðin skal hafa fullnægjandi verklag til þess að tryggja rekjanleika hráefna og lokaafurða. 
  9. Starfsstöðin skal sýna fram á hvernig ástralskar sérkröfur eru uppfylltar í skrifuðu verklagi í gæðahandbók.

Afurðir

Afurðir til Ástralíu skulu unnar sem hér segir:

  • Afurðir í neytendapakkningum
    Sneiðar með dálk og roði að undanskildum uggum, hver sneið skal ekki vega meira en 450 grömm.
    Flök með eða án roðs, að undanskildum þunnildi og öll bein nema dálkur óháð þyngd.
    Slægður, hausaður fiskur sem hver vegur ekki meira en 450 grömm.

  • Afurðir fyrir frekari vinnslu
    Haus, tálkn og innyfli verða að vera fjarlægð, innra og ytra yfirborð verða að vera vel þrifin fyrir útflutning til Ástralíu.

  • Hitameðhöndlaðar laxfiskafurðir
    Ef varan er hitameðhöndluð verður úttektaraðilinn að taka út öll eftirfarandi atriði:
    Flæðirit, hættugreiningu, mikilvæga stýristaði (MSS), vöktun á MSS, sannprófun á MSS,

Umsóknarferli

  1. Framleiðandi sækir um útflutningsleyfi til Ástralíu í Þjónustugátt MAST (umsókn nr. 4.48). Tilgreina þarf nákvæmlega starfseiningar (fiskeldisstöð, sláturhús, vinnslustöð, frystigeymsla) og afurðir.
  2. Eftirfarandi upplýsingar / gögn skulu fylgja umsókn:
    - Starfsstöðin skal sýna fram á hvernig ástralskar sérkröfur eru uppfylltar í skrifuðu verklagi í gæðahandbók.
    - Lýsing á því hvernig aðskilnaður er tryggður á milli laxfiskhráefnis frá löndum sem eru annars vegar samþykkt og hins vegar ósamþykkt af áströlskum yfirvöldum.
  3. Matvælastofnun kannar hvort fyrirtækið uppfyllir kröfur m.t.t. útflutnings til Ástralíu og gerir úttekt á fyrirtækinu í samræmi við LBE-227. 
  4. Standist framleiðandi úttekt, er framleiðanda bætt við á starfsstöðvalista fyrir Sérmarkaði á vef Matvælastofnunar. 

 

Heilbrigðisvottorðaform 

Laxfiskafurðum sem fluttar eru til Ástralíu skal fylgja vottorð nr. 7.14.1 (source) og 7.14.2 (processing). Hitameðhöndluðum afurðum skal fylgja eingöngu vottorð nr. 7.14.3. 

Útgáfa heilbrigðisvottorða 

  1. Vottorð skulu gefin út áður en sending fer úr landi
  2. Útflytjandi sækir um vottorð með tölvupósti til vottord.fiskur@mast.is. Eftirfarandi skal fylgja umsókn:
    • Útfyllt vottorðseyðublað (sjá fyrir ofan) - athugið að nota viðeigandi form.
    • Útfyllt hleðslustaðfesting 
    • Myndir af sendingu. Taka skal skýrar myndir af eftirfarandi: 1) merkingum vöru, 2) merkingum pakkninga, 3) gámanúmeri og 4) innsiglisnúmeri.
  3. Séu gögn fullnægjandi og öll skilyrði vegna útflutnings til Ástralíu, er vottorð gefið út af Matvælastofnun.
  4. Innheimt er fyrir útgáfu vottorðs skv. gjaldskrá Matvælastofnunar
Uppfært 23.01.2024
Getum við bætt efni síðunnar?