Fara í efni

Rannsóknum á sýnum frá Syðri-Urriðaá lokið

Matvælastofnun hafa nú borist lokaniðurstöður rannsókna Tilraunastöðvar HÍ að Keldum á öllum sýnum sem rannsökuð voru í tengslum við niðurskurð á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði og reyndust þau öll neikvæð. Niðurskurðurinn var fyrirskipaður eftir að kind á bænum sem keypt hafði verið árið 2020 frá bænum Bergsstöðum reyndist vera með riðu. Þeirri kind var lógað í tengslum við smitrakningu eftir að riða greindist á Bergsstöðum.

Meðgöngutími riðuveiki er mörg ár og oftast ekki hægt að greina smitefnið í heilasýnum fyrr en mörgum árum eftir að kindin smitast. Þessar niðurstöður þýða því ekki að engar af kindunum hafi verið smitaðar, aðeins að smitefnið hafi ekki greinst.

Matvælastofnun vill minna bændur á að gera stofnuninni viðvart ef þeir verða varir við einkenni í fé sem geta bennt til riðu eða ef það drepst af óþekktum orsökum.

Ítarefni 

Upplýsingasíða Matvælastofnunar um riðu


Getum við bætt efni síðunnar?