Ný heimasíða og opið hús
Landbúnaðarstofnun var með opið hús laugardaginn 2.
júní sl. til að kynna starfsemi sína. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra var með ávarp af þessu tilefni og opnaði síðan formlega nýja
heimasíða stofnunarinnar www.lbs.is.
All margir gestir nýttu tækifærið og komu til að
fræðast um starfsemi stofnunarinnar og skoða húsakynni hennar. Til sýnis var
Grímseyjarlaxinn svokallaði en hann er einn stærsti lax sem veiðst hefur í net á
Íslandi en hann veiddist árið 1957 og vó um 49 pd blóðgaður og er um 132 cm. á
lengd. Einnig var til sýnis beinagrind af hestinum Stjarna frá Kolkuósi í
Skagafirði sem er eign eins starfsmanns stofnunarinnar en hún er talin vera ein
af tveimur heilum beinagrindum sem til eru í heiminum af íslenska hestinum.