Fara í efni

Notkun á heilsufullyrðingum við markaðssetningu fæðubótarefna

Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga stóðu að sameiginlegu eftirlitsverkefni um næringar- og heilsufullyrðingar á árinu 2021. Niðurstöður verkefnisins benda til að mikið sé um óleyfilegar fullyrðingar í markaðssetningu matvæla, sérstaklega fæðubótarefna.

Fullyrðingar af ýmsu tagi eru mikið notaðar við markaðssetningu matvæla, sér í lagi fæðubótarefna. Um slíkar fullyrðingar gildir sérstök löggjöf, reglugerð Evrópusambandsins um næringar- og heilsufullyrðingar. Einungis er leyfilegt að nota þær fullyrðingar sem uppfylla skilyrði reglugerðarinnar.

Tilgangur verkefnisins var m.a. að kanna hvort heilsufullyrðingar sem notaðar eru við markaðssetningu fæðubótarefna uppfylli ákvæði fullyrðingareglugerðar og jafnframt að stuðla að samræmi við eftirlit með fullyrðingum. Sameiginleg eftirlitsverkefni Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga eru unnin í því skyni að samræma matvælaeftirlit á landinu og skoða ákveðna þætti við framleiðslu, dreifingu og merkingu matvæla.

Óleyfilegar fullyrðingar koma fram í merkingum á vörunum en einnig í ýmsu markaðsefni sem notað er við markaðssetningu . Staða þessar mála hefur ekki batnað síðan síðasta eftirlitsverkefni um næringar- og heilsufullyrðingar var framkvæmt árið 2017.

Skýrsla um notkun á heilsufullyrðingum við markaðssetningu fæðubótarefna


Getum við bætt efni síðunnar?