Fara í efni

Matvælastofnun tekur til starfa

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Frá og með 1. janúar taka í gildi breytingar á starfsemi Landbúnaðarstofnunar. Nafnabreyting á sér stað og er nýtt nafn stofnunarinnar Matvælastofnun (e: Icelandic Food and Veterinary Authority). Samhliða þessari nafnabreytingu munu verkefni stofnunarinnar breytast í þá veru að matvælasvið Fiskistofu og matvælasvið Umhverfisstofnunar færast yfir til Matvælastofnunar. Heimilsföng fyrrum Landbúnaðastofnunar breytast ekki né heldur kennitala og símanúmer.


Þeir starfsmenn sem starfað hafa á matvælasviði Fiskistofu og Umhverfisstofnun munu með þessum breytingum verða starfsmenn Matvælastofnunar en starfa fyrst um sinn á núverandi starfsstöðvum sínum. Hluti þessara starfsmanna mun síðan starfa við skrifstofu inn- og útflutningsmála á höfuðborgarsvæðinu en aðrir á aðalskrifstofu stofnunarinnar á Selfossi. Símsvörun til þessara starfsmanna mun hins vegar breytast strax og fara í gegnum skiptiborð Matvælastofnunar í síma 530-4800. Netföng allra starfmanna breytast og fá endinguna @mast.is. Ný vefslóð Matvælastofnunar er www.mast.isGetum við bætt efni síðunnar?