Fara í efni

Hósti í folöldum krefst aukins eftirlits

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Eigendur og umsjónarmenn eru hvattir til að fylgjast vel með folöldum. Ástæða er til að ætla að þau geti í einhverjum tilfellum fengið lungnabólgu upp úr smitandi hósta og jafnvel drepist í kjölfarið ef meðhöndlun hefst ekki í tæka tíð. Sérstaklega á þetta við um folöld sem koma úr stóðhestagirðingum þar sem smitálag er oft mikið.
  
Ef vart verður við mikinn hósta eða óeðlileg öndunarhljóð (korr) í folöldunum er nauðsynlegt að kalla til dýralækni sem metur hvort hefja beri meðhöndlun. Stóðhestshaldarar eru og minntir á ábyrgð sína í þessu sambandi.

Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?