Fara í efni

Heilbrigði hrossa í fjallferðum og göngum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Mikilvægt er að smalahross séu frísk þegar lagt er af stað og hafi ekki umgengist hross með einkenni smitandi hósta í a.m.k. 2 vikur (algengur meðgöngutími sjúkdómsins). Gæta skal hófs í því álagi sem lagt er á hrossin. Breiða skal yfir hrossin þegar komið er í náttstað þar til þau hafa þornað. 

Ef vart verður við hósta eða slappleika í fjall- eða gangnahrossum skulu þau keyrð til byggða við fyrsta tækifæri. Fyrirliðar skulu hafa meðferðis sýklalyf til að hefja meðhöndlun í samráði við dýralækni ef þörf er á.


Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?