Fara í efni

Grunur um salmonellu í karríi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um innköllun á Bónus karríkryddi. Grunur um salmonellumengun í vörunni kom upp í innra eftirliti Kötlu matvælaiðju ehf. sem framleiðir kryddið. 


  • Vörumerki: Bónus
  • Vöruheiti: Bónus karrí
  • Auðkenni/skýringartexti: 120 g dós/ Salmonella muenchen greindist í einni dós. Strikanúmer 5690350051927 með b.f. 13.08.2014.
  • Framleiðandi: Katla matvælaiðja ehf., Kletthálsi 3, 110 Reykjavík.
Þeir sem hafa keypt vöruna með "b.f. 13082014" er bent á að skila henni til framleiðandans.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?