Fara í efni

Framkvæmdastjóri inn- og útflutnings - Nýtt starf hjá Matvælastofnun

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í starf framkvæmdastjóra á skrifstofu inn- og útflutnings.  Um nýtt starf er að ræða og gefst viðkomandi tækifæri til að taka þátt í mótun þess í samvinnu við yfirstjórn stofnunarinnar.


Helstu verkefni:


  • Ábyrgð á þjónustu og rekstri skrifstofu inn- og útflutningsmála
  • Yfirumsjón eftirlits með inn- og útflutningi matvæla, lifandi dýra, fóðurs, áburðar, plantna, sáðvöru og annarra vörutegunda
  • Umsjón með rekstri landamærastöðva
  • Þjónusta og ráðgjöf við inn- og útflutningsaðila
  • Upplýsinga- og gagnaöflun ásamt skýrslugerð
  • Samskipti við innlendar og erlendar stofnanir
  • Önnur verkefni


Menntunar- og hæfniskröfur


Háskólamenntun sem nýtist í starf

Þekking á eftirliti og opinberri stjórnsýslu

Reynsla af starfi við inn- og útflutningseftirlit æskileg

        Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
        Skipulags- og samskiptahæfileikar

      Stjórnunarreynsla æskileg

Góð tölvukunnátta

Gott vald á íslensku,  ensku og einu norðurlandatungumáli

Frumkvæði og metnaður til að takast á við ný verkefni í síbreytilegu umhverfi


Starfsmaður mun starfa á umdæmisskrifstofu Matvælastofnunar í Reykjavík. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Um fullt starf er að ræða frá og með 1. apríl 2008.


Nánari upplýsingar um starfið veita Jón Gíslason (jon.gislason@mast.is) og  Hafsteinn Jóh. Hannesson (hafsteinn.hannesson@mast.is) í síma 530-4800. Umsóknum ásamt ferilskrá og öðrum upplýsingum skal skilað til Matvælastofnunar, Austurvegi 64, 800 Selfoss, merktum “Framkvæmdastjóri” eða með tölvupósti á mast@mast.is.

Umsóknarfrestur er til  og með 13. febrúar 2008.


Matvælastofnun tók til starfa 1. janúar 2008 og tók þá yfir verkefni Landbúnaðarstofnunar, matvælasviðs Umhverfisstofnunar og matvælaeftirlitssviðs Fiskistofu. Matvælastofnun sinnir stjórnsýslu, eftirliti og þjónustu við íslenskan landbúnað og sjávarútveg, fyrirtæki og neytendur. Hlutverk stofnunarinnar er að stuðla að öryggi matvæla og neytendavernd, standa vörð um heilbrigði dýra og plantna, stuðla að aukinni velferð dýra, hafa eftirlit með áburði, fóðri, sáðvöru og veiði í ám og vötnum, sinna stjórnsýslu vegna kjötmats, almenns búfjáreftirlits og búvara. Starfsmenn eru um 75 talsins. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vefsíðu stofnunarinnar, www.mast.is.Getum við bætt efni síðunnar?