Eldislaxar í Mjólká í Arnarfirði
Frétt -
12.09.2022
Bráðabirgðaniðurstöður DNA greininga á 32 löxum sem Fiskistofa veiddi í Mjólká í Arnarfirði í ágúst síðastliðnum sýna að 16 laxar af þessum 32 reyndust eldislaxar. Hinir 16 reyndust villtir.
Vísbendingar eru um að eldislaxarnir séu frá Haganesi í Arnarfirði en gat kom á kví á því eldissvæði í ágúst 2021 (sjá frétt).
Endurkeyra þarf DNA greininguna til að geta staðfest bráðabirgðaniðurstöðurnar og í framhaldi af því verður hægt að rekja upruna eldislaxanna nánar. Fréttin verður uppfærð um leið og lokaniðurstöður liggja fyrir.