Fara í efni

Eftirlit með áburði 2016

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Ársskýrsla áburðareftirlits Matvælastofnunar hefur verið birt á vef stofnunarinnar. Í skýrslunni er að finna helstu niðurstöður eftirlits með áburði á árinu 2016. 

Á árinu 2016 fluttu 24 fyrirtæki inn áburð og jarðvegsbætandi efni, alls 306 tegundir. Í heildina voru flutt inn 47.259 tonn af áburði og jarðvegsbætandi efnum. Innlendir framleiðendur eru 15 á skrá, það eru fyrirtæki sem framleiða áburð eða jarðvegsbætandi efni á landinu. Áburðarfyrirtæki sem voru með skráða starfsemi á árinu eru því 39.

Innflytjendur áburðar, magn í kg, magn næringarefnanna köfnunarefnis (N), fosfórs (P) og kalí (K) sem flutt var inn árið 2016:

 

Fj. fyrirtækja

Fj. tegunda

Magn kg

N, kg

P, kg

K, kg

Jarðrækt

7

81

45.595.000

10.705.351

1.489.472

2.234.428

Ylr. og garðyrkja

6

98

880.440

116.417

10.383

43.388

Íþróttavellir

2

18

56.120

7.375

973

4.407

Jarðvegsvætar

8

21

319.192

44

0

130

Blómaáburður

11

88

408.242

1.518

432

1.856

Samtals

25

306

47.258.994

10.830.704

1.501.259

2.284.209


Sýnataka og vöruskoðun var gerð hjá 5 innflutningsfyrirtækjum og voru alls 56 áburðarsýni af 56 áburðartegundum tekin á árinu. Auk þess voru merkingar og umbúðir skoðaðar.

Við efnamælingar kom í ljós að 5 áburðartegundir voru með efnainnihaldi undir vikmörkum samkvæmt ákvæðum reglugerða. Þar af voru 2 með of lítið köfnunarefni, 1 með of lítinn fosfór, 2 með of lítið kalí og 1 með of lítinn brennistein. Í einu tilfelli voru fleiri en eitt næringarefni undir leyfðum vikmörkum. Þessar tegundir hafa verið teknar af skrá Matvælastofnunar. Allar niðurstöður miðast við uppgefin gildi við skráningu og samkvæmt merkingum á umbúðum.

Fáar athugasemdir voru gerðar við merkingar, en helstu gallar voru vegna misræmis milli skráninga og merkinga. Einnig voru merkingar máðar í nokkrum tilfellum. Þá voru gerðar athugasemdir ef merkingar voru ekki á íslensku.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?