Breytingar á vaktsvæðum dýralækna
Breytingar á bakvaktarsvæðum sjálfstætt starfandi dýralækna tóku gildi um áramótin. Helstu breytingar eru að vaktsvæðum á Austurlandi fækkar, vaktsvæðið er að stækka og verða skil framvegis við Djúpavog (vaktsvæði 10 og 11). Norðurland vestra sem áður var eitt svæði skiptist nú í tvennt (vaktsvæði 6 & 7), Húnavatnssýslur annars vegar og Skagafjörður hins vegar.
Símanúmer sjálfstætt starfandi dýralækna á bakvakt fyrir neyðartilfelli eru að finna á vef Matvælastofnunar undir Dýr í neyð eða hér:
Vaktsvæði dýralækna eru nú skilgreind í reglugerð sem hér greinir:
- Vaktsvæði 1: Garðabær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Kjósarhreppur, Kópavogsbær, Mosfellsbær, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær, Grindavíkurbær, Reykjanesbær, Sandgerðisbær, Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Voga.
- Vaktsvæði 2: Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppur.
- Vaktsvæði 3: Eyja- og Miklaholtshreppur, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Snæfellsbær og Stykkishólmsbær.
- Vaktsvæði 4: Dalabyggð, Reykhólahreppur, Strandabyggð, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og fyrrum Bæjarhreppur.
- Vaktsvæði 5: Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Ísafjarðarbær, Bolungarvíkurkaupstaður og Súðavíkurhreppur.
- Vaktsvæði 6: Húnaþing vestra (nema fyrrum Bæjarhreppur), Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagaströnd.
- Vaktsvæði 7: Akrahreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður.
- Vaktsvæði 8: Akureyrarbær, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Fjallabyggð, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppur.
- Vaktsvæði 9: Langanesbyggð, Norðurþing, Skútustaðahreppur, Svalbarðshreppur, Tjörneshreppur og Þingeyjarsveit.
- Vaktsvæði 10: Fjarðabyggð, Fljótsdalshreppur, Múlaþing (norður af Djúpavogi) og Vopnafjarðarhreppur.
- Vaktsvæði 11: Sveitarfélagið Hornafjörður og Múlaþing (Djúpivogur og suður af honum).
- Vaktsvæði 12: Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur.
- Vaktsvæði 13: Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Hveragerðisbær, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Ölfus og Vestmannaeyjabær.
Um bakvaktir dýralækna
Til að tryggja velferð dýra og almenna þjónustu við dýraeigendur skal dýralæknir jafnan vera á bakvakt utan venjulegs dagvinnutíma á hverju vaktsvæði, sbr. lög um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr. Héraðsdýralæknar, hver í sínu umdæmi, skipuleggja bakvaktir í samráði við sjálfstætt starfandi dýralækna sem þar starfa. Fyrir bakvaktaþjónustu er greitt samkvæmt samningi Dýralæknafélags Íslands við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið. Dýralæknar, sem stunda almennar dýralækningar, eiga rétt á og þeim ber skylda til að taka þátt í vaktafyrirkomulagi sem skipulagt er á viðkomandi vaktsvæði nema þeir séu sjálfir sjúkir eða hindraðir af öðrum meira aðkallandi embættisstörfum.