Fara í efni

Auglýsing um andmælarétt vegna verndar afurðaheita

Samningur milli Íslands og Evrópusambandsins um vernd landfræðilegra merkinga landbúnaðarafurða og matvæla öðlaðist gildi 1. maí 2018, sbr. auglýsingu í Stjórnartíðindum 3. mars 2021.

Samkvæmt samningnum skal Matvælastofnun auglýsa lista yfir þau afurðaheiti sem verndar munu njóta hér á landi, auk upplýsinga um hvar nálgast megi afurðalýsingu fyrir viðkomandi matvæli. Listi yfir afurðaheiti var síðast birtur árið 2015 en nú birtir stofnunin uppfærðan lista þar sem er að finna bæði breytingar á eldri lista sem og viðbætur við listann, þ.e. ný afurðaheiti sem verndar skulu njóta hérlendis.

Matvælastofnun auglýsir hér með eftir andmælum gegn því að heiti þau sem listuð eru á heimasíðu stofnunarinnar (sjá ítarefni) öðlist vernd á Íslandi. Andmæli skulu vera skrifleg og berast á netfangið mast@mast.is eða til Matvælastofnunar, Austurvegi 64, 800 Selfoss, fyrir 24. janúar nk.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?