Fara í efni

Ársskýrsla MAST 2019

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur gefið út ársskýrslu fyrir árið 2019. Vefútgáfan markar upphafsskref í gagnvirkri rafrænni birtingu eftirlitsniðurstaðna til neytenda og starfsgreina sem stofnunin hefur eftirlit með.

Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar sem töfðu birtingu. Skýrslan er styttri og einblínir á kjarna starfseminnar. Tilgangurinn er að einfalda skýrsluna, gera hana skilvirkari og flýta fyrir útgáfu hennar framvegis.

Birtingin er eingöngu á vefformi þar sem heildarniðurstöður eftirlits eru sóttar sjálfvirkt úr eftirlitsgrunni stofnunarinnar. Aðrar niðurstöður verða birtar á sama hátt þegar fram líða stundir. Útgáfan er einnig fyrirmynd að birtingu lifandi eftirlitsniðurstaðna það sem af er hverju ári sem stefnt er á að birta á næstu árum.

Í skýrslunni má sjá hvernig mismunandi starfsgreinar og matvæli uppfylla kröfur löggjafar og eftirlits, ásamt öðrum hagnýtum upplýsingum.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?