Fara í efni

Listi yfir hættuleg og/eða óleyfileg efni

Reglulega kemst upp um sölu ólöglegra og/eða hættulegra fæðubótarefna, einkum í gegnum vefverslanir. Í netsölu er gjarnan verið að dreifa fæðubótarefnum milli landa með mismunandi löggjöf og eftirlit og því getur reynst erfitt fyrir eftirlitið að finna og uppræta slíka starfsemi.  

Matvælastofnun sinnir innflutningseftirliti með fæðubótarefnum skv. 6. gr. matvælalaga og hefur stöðvað innflutning allskyns efna og listinn að neðan endurspeglar það. Eins og aðrir listar þá er hann leiðbeinandi og lifandi listi sem stofnunin mun endurskoða eftir þörfum. Listinn inniheldur einnig efni sem eru skv. reglugerðum bönnuð í Evrópu og þ.m.t. líka á Íslandi. Þetta þýðir að bæði innflutningur og markaðsetning slíkra efna er ólöglegt.

Latneskt heiti / heiti efna Algengt heiti Athugasemd
Pausinystalia johimbe  Yohimbe Bannað til notkunar í matvælum og fæðubótarefnum innan ESB, samanber EU regulation 2019/650
Ephedra vulgaris Efedrín/Ma huang  Bannað til notkunar í matvælum og fæðubótarefnum innan ESB, samanber EU regulation 2015/403
2,4-dínitrophenol/2,4- Dínítrófenól   DNP

DNP er gult duft en er venjulega sett í töflu eða hylkisform áður en það er selt, venjulega á erlendum vefsíðum. Sérstaklega virðist efnið vera mjög útbreitt meðal fólks sem stundar vaxtarækt en einnig er markaðssett í grennandi tilgangi. DNP getur valdið alvarlegum aukaverkunum og hefur valdið dauðföll með inntöku jafnvel litlum skömmtum. Matvælastofnun telur DNP hættulegt efni. Frekari upplýsingar um það hérna

 

Nootropics

Mörg ólík efni eru selt undir Nootropics. Svo kölluð Nootropics eru markaðsset með það að markmiði að efla heilastarfsemi hjá heilbrigðum einstaklingum og eru þau oft markaðssett sem fæðubótarefni. Þar sem engin opinber skilgreining er til fyrir nootropics eru jafnvel sum leyfileg efni markaðsset sem slík. Ekki er því hægt að fullyrða að allt sem markasðsett er undir heitinu Nootropics sé óleyfilegt. Þegar fæðubótarefni merkt Nootropics er í umferð þarf við eftirlit að skoðað hvert tilvik fyrir sig. 

Matvælastofnun hefur, við innflutningseftirlit,  stöðvað fæðubótarefni markaðssett sem Nootropics á grundvelli 8. gr. og 11. gr. matvælalaganna.  Eftirfarandi efni má nefna: Tianeptine, Phenyl-Piracetam, Phenibut, Adrafinil, Piracetam, Oxiracetam, Vinpocetine.

Matvælastofnun hefur vakið athygli á þessum efnum, sjá nánar undir Nánari upplýsingar um ólögleg/hættuleg efni í fæðubótarefnum þar sem þau eru ekki bara óheimill sbr. 11. gr. matvælalaga heldur er notkun þeirra varasöm.

Uppfært 15.07.2022
Getum við bætt efni síðunnar?