Fara í efni

Fisksjúkdómanefnd

Fisksjúkdómanefnd

Hlutverk

Fisksjúkdómanefnd starfar samkvæmt 4. gr. laga nr. 60/2006 um varnir gegn fisksjúkdómum, sem er svo hljóðandi:

Ráðherra 1) fer með yfirstjórn mála samkvæmt lögum þessum. Framkvæmd stjórnsýslunnar er að öðru leyti í höndum Matvælastofnunar 2) sem hefur eftirlit með því að ákvæðum laganna sé framfylgt. Matvælastofnun 2) til ráðgjafar við framkvæmd laganna er fisksjúkdómanefnd. Ráðherra skipar fimm manna fisksjúkdómanefnd: einn samkvæmt tilnefningu Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, tvo samkvæmt tilnefningu Hafrannsóknastofnunar og skal annar vera sérfróður um ferskvatnsfiska en hinn um sjávardýr og einn samkvæmt tilnefningu Fiskistofu og yfirdýralækni, sem jafnframt skal vera formaður nefndarinnar. 3) Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Matvælastofnun 2) skal hafa forgöngu um að stundaðar séu fisksjúkdómarannsóknir og gera tillögur til ráðherra um aðferðir til varnar gegn útbreiðslu fisksjúkdóma, sem getur um í lögum þessum, og annað er að fisksjúkdómum lýtur.

1) L. 126/2011, 427. gr. 2) L. 167/2007, 79. gr. 3) L. 113/2015, 5. gr.

Vinnureglur

Skipanir

Ráðherra skipar fimm manna fisksjúkdómanefnd til 5 ára í senn og er nefndin nú svo skipað til 21. september 2026:

  • Sigurborg Daðadóttir, formaður, skipuð án tilnefningar
  • Auður Lilja Arnþórsdótir, varamaður, tilnefnd af Matvælastofnun
  • Árni Kristmundsson, tilnefndur af Tilraunastöð H.Í. í meinafræði að Keldum
  • Ásthildur Erlingsdóttir, varamaður tilnefnd af sama 
  • Guðni Guðbergsson, tilnefndur af Hafrannsóknarstofnun 
  • Fjóla Rut Svavarsdóttir, varamaður tilnefnd af sama
  • Rakel Guðmundsdóttir, tilnefnd af Hafrannsóknastofnun
  • Jónas Páll Jónsson, varamaður tilnefndur af sama
  • Guðni Magnús Eiríksson, tilnefndur af Fiskistofu
  • Hildur Jana Júlíusdóttir, varamaður tilnefndur af sama

Fundargerðir / erindi lögð fyrir nefndina til umfjöllunar

Uppfært 22.11.2023
Getum við bætt efni síðunnar?