Fara í efni

Ársskýrsla MAST 2021

Eftirlit

Eftirfarandi súlurit sýnir hlutfall skoðunaratriða sem metin eru í lagi í eftirliti á árinu 2021, eftir starfsgreinum: 

Hér eru birtar gagnvirkar heildarniðurstöður eftirlits Matvælastofnunar eftir starfsgreinum 2021:

 

Niðurstöður eftirlits með velferð fylfullra hryssna sem notaðar eru í blóðtöku hafa verið gefnar út í sérstakri eftirlitsskýrslu sem finna má hér

Árið í orðum

Eins og fyrir marga aðila þá var árið 2021 óvenjulegt og er Matvælastofnun þar ekki undanskilin. Staða COVID-19 faraldursins gerði stofnuninni erfitt um vik að sinna sínu lögbundna eftirlitshlutverki þar sem erfitt var fyrir eftirlitsþega að taka á móti eftirlitsfólki stofnunarinnar. Með samhentu átaki og samtali við eftirlitsþega var þó hægt að finna leiðir sem hentuðu flestum eftirlitsþegum og sýnir að virkt og opið samtal eftirlitsþega og eftirlitsaðila er lykilatriði í sameiginlegum skilningi og trausti milli þessara aðila. Matvælastofnun gat því uppfyllt eftirlitskröfu á flestum sviðum.

Matvælastofnun hóf árið með veigamikilli stefnumótun sem skilaði tillögum að breyttu skipuriti sem verður innleitt að fullu á nýju ári. Stefnan miðar að því að vinna og eftirlit stofnunarinnar verði einfalt, málefnalegt og skilvirkt þar sem hugsun Einnar Heilsu er beitt. Í því felst að sameinað er frekar eftirlit með matvælaframleiðslu og dýraheilsu ásamt því að tryggja enn frekar samhæfingu eftirlits yfir landið og málaflokka. Eins skýrir nýtt skipurit kjarnahlutverk stofnunarinnar sem er eftirlit á sviði matvæla, dýraheilsu og velferðar ásamt plöntuheilsu og styrkir því enn frekar faglega uppbyggingu og þekkingu sem eftirlitið byggir á. Munu þessar breytingar tryggja enn sterkari og öflugri stofnun sem getur betur brugðist við áskorunum samtímans.

Mörgum stórum verkefnum stofnunarinnar lauk á árinu. Sem dæmi má nefna að Mælaborð fiskeldis var birt á heimasíðu stofnunarinnar og er stórt framfaraskref í stafrænni uppbyggingu  hjá stofnuninni til að einfalda framkvæmd eftirlits og greiða fyrir því að nýting gagna verði öflugri. Eins var birt greining áhættumatsnefndar ráðuneytisins varðandi orkudrykkjaneyslu framhaldskólanema en jafn viðamikil kortlagning á neyslu ungmenna á koffíndrykkju og mögulegum áhrifum hafa ekki verið framkvæmd áður í heiminum. En neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum sem innihalda koffín er með því mesta sem þekkist í Evrópu og vægi orkudrykkja í heildarkoffínneyslu íslenskra ungmenna mun meira en sést í sambærilegum erlendum rannsóknum. Áhættumatið sýnir að framboð, aðgengi og markaðssetning orkudrykkja hérlendis virðist skila sér í því að neysla íslenskra framhaldsskólanema sé meiri en æskilegt er.

Brexit hafði áhrif á stofnunina en á árinu breyttust kröfur vegna innflutnings á dýraafurðum til landsins. Slíkar afurðir eru ekki lengur í frjálsu flæði eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og því þurfa heilbrigðisvottorð að fylgja öllum slíkum sendingum. Þetta leiddi af sér að eftirlit Matvælastofnunar stórjókst á árinu þar sem fjöldi sendinga sem fellur undir slíkt eftirlit fimmfaldaðist miðað við árin á undan.

Erfið mál komu upp á árinu. Riðutilfelli eru enn að finnast á Norðurlandi sem dæmi. Samhent átak teymis innan stofnunarinnar og með Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu var tryggt að unnið var gríðarlega faglega og örugglega að niðurskurði og hreinsun ásamt því að tryggja ábúendum möguleika á að byggja aftur uppbyggingu búskapar í framtíðinni. Eins var blóðmerarmálið fyrirferðarmikið seinni part ársins og var sú rannsókn á mögulegum dýravelferðarbrotum unnin hratt og örugglega af sérfræðingum stofnunarinnar. Eins tók stofnunin þátt í upplýsingagjöf til almennings og fjölmiðla ásamt því að taka þátt í samráði ráðherra varðandi framtíð og utanumhald utan um greinina.

Matvælastofnun hefur vaxið og dafnað með breytingum sem verða innleiddar á nýju ári sem miðast við að stofnunin verði öflug og geti tekist á við þau verkefni sem henni er falið.

Rekstur

Ársreikningur

Aukning var á bæði tekjum og gjöldum á árinu 2021 samanborið við fyrra ár en veltan var 2,03 milljarðar og þar af er framlag ríkisins tæplega 1,4 milljarðar. Afkoma ársins var jákvæð sem nemur 22,2 mkr í samanburði við 83,1 mkr tap árið á undan en mestu munar um aukið framlag ríkisins til að mæta niðurskurðarkröfum sem stofnunin gat ekki lengur mætt án verulegra breytinga.

Þess má geta að flokkun tekna og gjalda í rekstrarreikningnum sem er hér meðfylgjandi er örlítið frábrugðin flokkun í birtum ársreikningi stofnunarinnar en þrátt fyrir það er niðurstaða ársins sú sama enda aðeins breyting á milli innri flokka.

Vöktun

Varnarefnaleifar í matvælum

 Matvælastofnun gerir árlega áætlun um sýnatökur vegna varnarefnaleifa, bæði í innfluttum matjurtum og innlendri ræktun. Framkvæmd sýnatöku og viðbrögð við niðurstöðum yfir hámarksgildum eru á hendi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna sem skv. lögum fara með eftirlit með frumframleiðslu matjurta sem og með innflutnings- og dreifingaraðilum þeirra. Árið 2021 reyndust 5 sýni af 133 vera með varnarefnaleifar yfir leyfilegum hámarksgildum.

Tafla 1 – Varnarefnaleifar í matvælum – hlutfall sýna sem voru í lagi þ.e. án varnarefnaleifa eða með leifar undir hámarksgildum

Tafla 2 – Matvæli með varnarefnaleifar yfir hámarksgildum  

Ástæður þess að varnarefnaleifar eru yfir hámarksgildi geta verið mismunandi. Þegar um innfluttar afurðir er að ræða er ástæðan oft sú að stífari reglur eru um notkun varnarefna innan EES en í landinu þar sem matvælin eru framleidd.  Fyrir sum efni eru hærri leyfileg hámarksgildi og í sumum tilfellum er um að ræða efni sem er bannað að nota við ræktun á EES svæðinu en ekki í upprunalandinu.

Efnaleifar í dýraafurðum

Nánari upplýsingar er að finna undir Efnaleifar í dýraafurðum á vef Matvælastofnunar.

Skimun fyrir dýrasjúkdómum

Nánari upplýsingar er að finna á síðu um Dýrasjúkdómaskimun á vef Matvælastofnunar.

Súnur

 
Nánari upplýsingar er að finna undir Súnur og sýklalyfjaónæmi á vef Matvælastofnunar.

Inn- og útflutningur

Innflutningur

Innflutningur dýraafurða og annarra afurða frá ríkjum utan EES sem lúta innflutningseftirliti Matvælastofnunar á landamærastöðvum. Eins og sjá má hefur orðið gríðarleg aukning í fjölda innfluttra sendinga miðað við undanfarin ár. Skýringin er útganga Bretlands úr Evrópusambandinu en frá og  með 1. janúar 2021 varð Bretland að þriðja ríki og lýtur innflutningur þaðan sömu skilyrðum og innflutningur frá öðrum ríkjum utan EES.

Heildarfjöldi sendinga 2015-2021 

Algengustu tegundir og útflutningslönd

Hér má sjá yfirlit yfir algengustu innfluttu hunda- og kattategundir árið 2021, svo og algengustu útflutningslönd. Eingöngu er heimilt að flytja inn hunda og ketti frá viðurkenndum útflutningslöndum eins og þau eru skilgreind í reglugerð um innflutning hunda og katta.

Útflutningur

MAST gefur út vottorð vegna útflutnings afurða til þriðju ríkja, þ.e. dýraafurða og plantna og áritar vottorð vegna útflutnings gæludýra. Flest útgefin vottorð eru vegna útflutnings fiskafurða.

359 stóðhestar, 1.424 geldingar og 1.553 hryssur, alls 3.336 hross voru flutt út árið 2021:

 

 

Ábendingar og fyrirspurnir

Ábendingar sem bárust MAST á árinu voru 983 og skiptust þær þannig:

Fyrirspurnir sem bárust MAST á árinu voru 1828 og skiptust þær þannig: 

Uppfært 09.06.2022
Getum við bætt efni síðunnar?