Sérgreinadýralæknir alifugla
Viltu taka þátt í að stuðla að vörnum, vöktun og viðbrögðum við smitsjúkdómum í alifuglum?
Matvælastofnun leitar að leiðandi sérfræðingi í starf sérgreinadýralæknis alifugla. Starfið felur í sér yfirumsjón verkefna sem tengjast forvörnum, eftirliti og viðbrögðum á sviði alifuglahalds. Viðkomandi tekur jafnframt þátt í stefnumótun og markmiðasetningu innan stofnunarinnar. MAST er með starfstöðvar víða um land en höfuðstöðvar eru á Selfossi og staðsetning starfs er þar þó með möguleika á að vinna að hluta í fjarvinnu.
Matvælastofnun (MAST) er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem stendur vörð um hagsmuni og heilsu manna, dýra og plantna og eykur þannig velferð og verðmætasköpun í þágu þjóðarinnar. Starfsumhverfið er fjölskylduvænt og áhersla lögð á starfsánægju og góð samskipti ásamt því að stuðla að öflugu og lifandi þekkingarsamfélagi. Gildin sem starfsfólk hefur að leiðarljósi eru FAGMENNSKA, GAGNSÆI OG TRAUST.
Nánari upplýsingar um stofnunina er að finna á www.mast.is
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirumsjón með heilbrigði, velferð og hollustuháttum í frumframleiðslu alifugla
- Samræming, áherslur og rýni eftirlits með alifuglahaldi
- Umsjón með árlegri sýnatökuáætlun og eftirfylgni
- Áhættumat velferðar og sjúkdóma í alifuglum þám. faglegar umsagnir um innflutning
- Frumkvæði að upplýsingaöflun, áhættumati, úrvinnslu gagna og gerð fræðsluefnis um smitsjúkdóma og velferðarmál alifugla
- Frumkvæði að rannsóknum sem stuðla að heilbrigði og velferð alifugla og auka öryggi afurða
- Þátttaka í innlendu- og erlendu samstarfi ásamt skýrslugerð
- Vinna við lög og reglugerðir ásamt ráðgjöf til annarra stofnanna
Hæfniskröfur
- Dýralæknismenntun og gilt starfsleyfi á Íslandi skilyrði
- Sérfræðiþekking á alifuglahaldi og sjúkdómum í alifuglum, æskileg
- Úrvinnsla og framsetning gagna á stafrænu formi
- Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
- Öguð vinnubrögð, góðir skipulagshæfileikar og geta til að starfa sjálfstætt og í teymi eru áskilin
- Góð almenn tölvukunnátta
- Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
- Enskufærni málfar og ritun C1 skv. samevrópska tungumálarammanum
- Íslenskufærni málfar og ritun B2 skv. samevrópska tungumálarammanum æskileg
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Dýralæknafélag Íslands hafa gert.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Egill Þorri Steingrímsson, sviðsstjóri samhæfingar, egill.steingrimsson@mast.is og í síma 530 4800.
Með umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Vakin er athygli á því að umsóknin gildir í sex mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út nema umsækjandi ákveði annað.
Starfshlutfall er 100%
Sótt er um starfið á Starfatorgi
Umsóknarfrestur er til og með 08.09.2025
Nánari upplýsingar veitir
Egill Þorri Steingrímsson, egill.steingrimsson@mast.is