Fara í efni

Yfirlýsing Matvælastofnunar vegna mynda sem birtust á samfélagsmiðlum af hestum í Borgarfirði

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun vill árétta að dýravelferðarmál eru tekin alvarlega og sett hratt og örugglega í farveg innan stofnunarinnar. Ábending um hestana sem um ræðir kom inn á borð stofnunarinnar seint í sumar þar sem skyldum umráðarmanna um útivist þeirra hafði ekki verið sinnt. Við eftirlit Matvælastofnunar var skráð alvarlegt frávik við holdafar hluta hrossanna. Aðgerðir Matvælastofnunar miðuðust við að hestunum yrði hleypt út og þau fóðruð með beitinni. Frá því að hrossunum var hleypt út hefur verið viðhaft eftirlit með þeim. Málið er enn til meðferðar hjá stofnuninni og verður kröfum um úrbætur fylgt eftir.


Getum við bætt efni síðunnar?