Yfirdýralæknir tímabundið til Matvælaráðuneytis
Frétt -
19.01.2024
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir, verður tímabundið í verkefnavinnu í Matvælaráðuneytinu 1. janúar til 31. maí næstkomandi. Sigurborg mun stýra rýni og endurskoðun á reglugerðum er varða dýrasjúkdóma með áherslu á riðu. Þorvaldur H. Þórðarson er settur yfirdýralæknir á meðan.