Fara í efni

Vottun fiskafurða úr frystigeymslum í Litháen

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Vegna sérstakra aðstæðna varðandi útgáfu á heilbrigðisvottorðum með fiskafurðum sem ætlaðar eru til útflutnings með viðkomu í frystigeymslum í Litháen, hefur Matvælastofnun tímabundið ákveðið að gefa út heilbrigðisvottorð fyrir sendingar sem fara frá frystigeymslum í Litháen til þriðju ríkja. Slík vottorð verða þó einungis gefin út þar sem fyrir liggur forvottorð (pre-export certificate) fyrir sendingum. Forvottorðin þurfa að hafa verið gefin út áður en varan fór frá Íslandi. Með þessum hætti er ákveðinn rekjanleiki tryggður. Þessi ráðstöfun gildir með sendingum af fiskafurðum til útflutnings til landa utan Evrópska efnahagssvæðisins með viðkomu í frystigeymslum í Litháen.

Matvælastofnun, í samvinnu við yfirvöld í Noregi og Færeyjum, vinnur nú að samkomulagi við heilbrigðisyfirvöld í Litháen að lausn við útgáfu heilbrigðisvottorða fyrir fiskafurðir sem tímabundið eru geymdar í frystigeymslum í Litháen. Núgildandi áætlanir gera ráð fyrir að samkomulag um verklag við útgáfu heilbrigðisvottorða milli Íslands og Litháen liggi fyrir í lok apríl á þessu ári. Þangað til mun Matvælastofnun gefa út forvottorð með sendingum sem fara til tímabundinnar geymslu í Litháen og síðan endanlegt vottorð til móttökuríkisins. Dagsetning endanlegs heilbrigðisvottorðs verður að miðast við flutning vöru úr geymslum í Litháen. Ekki verða gefin út vottorð með dagsetningu aftur í tímann. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?