Fara í efni

Vörslusvipting nautgripa vegna vanfóðrunar

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur svipt bónda á Suðurlandi nautgripum sínum vegna vanfóðrunar. Stofnunin mat ástand gripanna við eftirlit á mjólkurbýli 31. janúar og 1. febrúar það slæmt að aðgerðir þoldu ekki bið. Var vörslusvipting því framkvæmd strax að lokinni síðari úttektinni og aðgerðir hafnar til að bæta fóðrun og aðbúnað dýranna. Um 40 nautgripir eru á bænum en senda þurfti átta gripi í sláturhús að lokinni skoðun dýralækna.


Getum við bætt efni síðunnar?