Fara í efni

Vörslusvipting á hundi staðfest

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælaráðuneytið staðfesti nýlega með úrskurði vörslusviptingu Matvælastofnunar á hundi sem fram fór í ágúst 2021 á grundvelli dýravelferðar.

Í ljós kom við eftirlit að regluleg lyfjagjöf hundsins sem var sykursjúkur var ekki tryggð hjá eiganda bæði hvað varðaði insúlín og einnig hjartalyf. Holdastuðull hundsins gaf einnig til kynna að eigandinn hefði ekki stjórn á blóðsykri hundsins.

Eigandinn var því sviptur vörslum hundsins vegna alvarlegs ástands á hundinum og skorts á getu, hæfni og ábyrgð á þeirri umönnun sem tíkin þarfnaðist.

Hann kærði vörslusviptinguna til matvælaráðuneytis en ráðuneytið úrskurðaði að kærandinn hefði ekki sýnt fram á nægjanlega getu til að annast hundinn í samræmi við lög.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?