Fara í efni

Vinnufundur um starfsreglur fyrir hestaleigur

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun og Félag hrossabænda boða til vinnufundar um starfsreglur fyrir hestaleigur. Fundurinn verður haldinn í Guðmundarstofu í félagsheimili Hestamannafélagsins Fáks fimmtudaginn 7. apríl og hefst kl 16:00.

Samkvæmt reglugerð um velferð hrossa falla hestaleigur nú undir tilkynningaskylda starfsemi og er ábyrgðarmönnum bent á að senda tilkynningar í gegnum þjónustugátt Matvælastofnunar: umsokn.mast.is.

Tilgangurinn  fundarins er að treysta smitvarnir og viðbrögð við smitsjúkdómum og að auðvelda eftirlit með velferð hrossa.

Hestaleigur eins og aðrir eigendur og ábyrðarmenn hrossa þurfa að uppfylla öll almenn ákvæði reglugerðar um velferð hrossa en ábyrgðarmönnum þeirra ber auk þess að halda dagbók um tíðni og tímalengd notkunar á hverju hrossi. Dagbókin skal ávallt aðgengileg eftirlitsaðilum en hjálpar einnig starfsmönnum að hafa yfirlit yfir notkun hrossanna.

Almennt gildir að álag á hross má aldrei vera meira en þrek þeirra og annað líkamlegt ástand leyfir.

Æskilegt er að greinin sjálf vinni að nánari útfærslu á dagbókinni og vinnureglum fyrir hestaleigur sem auk framangreindra þátta tryggi að hestaleigur viðhafi nauðsynlegar smitvarnir og styðji við sterka ímynd hestsins sem er mjög mikilægt gagnvart allri markaðsettningu á íslenska hestinum.

Dagskrá

  • Sameiginlegir hagsmunir í atvinnutengdri hestastarfsemi - Sveinn Steinarsson
  • Velferð hrossa og smitvarnir - Sigríður Björnsdóttir
  • Ímynd íslenska hestsins - Jelena Ohm
  • Starfsreglur Íshesta - Margrét Gunnarsdóttir
  • Umræður

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?