Fara í efni

Vegna umræðu á samfélagsmiðlum um bú í Borgarfirði

Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði. Á síðustu mánuðum hafa starfsmenn stofnunarinnar farið í eftirlitsferðir á viðkomandi bú þar sem gerðar hafa verið athugasemdir m.a. við aðbúnað af ýmsu tagi. Í vissum tilfellum hafa þær verið framkvæmdar, en þó ekki alltaf. Kröfur um úrbætur hafa þá verið ítrekaðar og stuttur frestur gefinn til framkvæmda en gripið til þvingana ef ekki hefur verið brugðist við á ásættanlegan hátt.

Gerðar hafa verið kröfur um að ábúendur sæki sér aðstoð við búskapinn, einkum yfir sauðburð og hefur verið gert þar sem fylgst er með sauðburði, lömb mörkuð og gefin lyf. Áhersla hefur verið lögð á að fé sé haldið innan girðingar þar til lömb væru orðin sæmilega stálpuð. Séð hefur verið til þess að dýrin hafi ávallt aðgang að nægu heilnæmu vatni og fóðri.

Matvælastofnun tekur allar ábendingar alvarlegar sem berast til stofnunarinnar. Matvælastofnun bendir hins vegar á að stofnunin hefur málið til meðferðar og fylgist grannt með framgang mála.


Getum við bætt efni síðunnar?