Fara í efni

Varnarhólf og staða riðu- og garnaveikissýkinga

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Eins og flestum sem starfa í landbúnaði er kunnugt  er Íslandi skipt upp í varnarsvæði vegna búfjársjúkdóma. Er þar fyrst og fremst verið að hugsa um varnir gegn útbreiðslu á riðuveiki og garnaveiki.  Auglýsing nr. 793/2009 um varnarlínur vegna sauðfjársjúkdóma og auglýsing nr. 867/2010 fjalla um varnarsvæðin og varnarlínurnar.

 
Nú hafa verið nýtt ákvæði reglugerðar nr. 651/2001 um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar, með síðari breytingum og skilgreint hvar eru sýkt riðusvæði á Íslandi. Þær upplýsingar eru nú komnar á heimasíðu Matvælastofnunar.

Þar er tekið fram hvaða varnarhólf eru ósýkt af riðu og hvaða hólf eru alfarið sýkt af riðu. Það sem er nýmæli er að nú er búið að skilgreina sýkt og ósýkt svæði innan varnarhólfanna Tröllaskagahólf, Skjálfandahólf, Norðausturhólf og Landnámshólf.

Þetta gerir fólki auðveldara með að vita hvað er leyfilegt með flutninga á sauðfé og geitfé og vörum sem tengjast því innan hólfanna. Um flutning sauðfjár milli varnarhólfa gildir reglugerð nr. 550/2008 um flutning líflamba milli landssvæða.

Ástand garnaveiki er einnig misjafnt milli varnarhólfa. Reglugerð nr. 911/2011 er um garnaveiki og varnir gegn henni, en í viðauka I við hana er hægt að sjá hvar er skylda að bólusetja við garnaveiki. Viðaukanum hefur nú verið breytt með reglugerð nr. 962/2012, þannig að nú er ekki lengur skylt að bólusetja sauðfé og geitur í Dalahólfi. Árlega er uppfærður listi yfir bú þar sem garnaveiki hefur fundist í sauðfé, geitfé eða nautgripum undanfarin 10 ár.

Um næstu áramót ganga í gildi nýjar reglur um litamerkingar sauðfjár og geita: 

  • Í Húnahólfi verður notaður gulur litur, var áður brúnn.
  • Í Suðausturlandshólfi austan Hornafjarðarfljóts verður notaður gulur litur, var áður blár.
  • Í Eyjafjalla- og Vestur-Skaftafellssýsluhólfi verður hvítur litur milli Markarfljóts og Jökulsár á Sólheimasandi, var áður grænn.
  • Í Grímsnes- og Laugardalshólfi verður fjólublár litur var áður blár.
  • Í Biskupstungnahólfi verður grænn litur var áður blár.
  • Syðst í Norðausturlandshólfi í Jökulsárhlíð og Jökuldal norðan Jökulsár að undanskildum Möðrudal verður gulur litur, en þar var fjólublár litur.
Nýtt litakort mun birtast á heimasíðu Matvælastofnunar um áramót.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?