Varnarefni yfir mörkum í vínviðarlaufum
Frétt -
09.07.2021
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun varar við neyslu á egypskum vínviðarlaufum Durra vegna varnarefnaleifa yfir mörkum sem Istanbul market flytur inn. Fyrirtækið hefur með aðstoð heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík stöðvað sölu og innkallað vöruna.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður.
Innköllunin á einungis við um eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Durra
- Vöruheiti: Grape Leaves
- Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 14.4.2022
- Lotunúmer: 6741120
- Strikamerki: 6251136008796
- Nettómagn: 300 g
- Upprunaland: Egyptaland
- Innflytandi: Istanbul Market, Grensásvegi 10.
- Dreifing: Istanbul Market, Grensásvegi 10.
Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og skila henni til verslun Istanbul market, Grensásvegi 10.
Ítarefni
Fréttatilkynning frá heilbrigðiseftirlitinu