Fara í efni

Varnarefni yfir leyfilegum mörkum í kryddi

Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Turmeric kryddi frá TRS sem Lagsmaður ehf. flytur inn vegna þess að kryddið mældist með of hátt magn af skordýraeitrinu Chorpyrifos. Fyrirtækið hefur í samráð við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Seltjarnarnes og Mosfellsbæjar(HEF) innkallað vöruna.

Tilkynningin barst til Íslands í gegnum evrópska hraðviðvörunarkerfið RASFF.

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: TRS
  • Vöruheiti: TRS turmeric powder 100g
  • Innflytjandi: Lagsmaður ehf. / Fiska.is
  • Best fyrir 28.2.2024
  • Framleiðsluland: Indland
  • Framleiðandi: TRS Head Office, Southbridge Way, The Green, Southall, Middlesex UB2 4AX UK
  • Geymsluskilyrði: Á þurrum stað
  • Dreifing: Verslun Fiska.is, Nýbýlavegi 6, 200 Kópavogur

Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila henni til verslunarinnar.

Ítarefni

 


Getum við bætt efni síðunnar?