Fara í efni

Varnarefni yfir leyfilegum mörkum í grænu tei

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á grænu tei Special gunpowder green tea sem fyrirtækið Víetnam market ehf. flytur inn og selur í verslunum sínum vegna varnarefnaleifa af Anthraquinone sem greindist yfir leyfilegu mörkum í vörunni. Varnarefnið er flokkað sem krabbameinsvaldandi og getur haft skaðleg áhrif á heilsu. Fyrirtækið hefur  í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna og sendar hafa verið út fréttatilkynningar.

Tilkynning barst í gegnum hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður á markaði.

Innköllunin á einungis við um eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vöruheiti: Special Gunpowder Green Tea
  • Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 31/12/2024
  • Strikamerki: 3379140108783
  • Nettómagn: 250 g
  • Framleiðsluland: Kína
  • Innflytjandi: Vietnam Market ehf., Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík.
  • Dreifing: Verslanir Vietnam Market að Bankastræti 11 og Laugavegi 86-94.

grænt te

Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og skila henni í verslanir Víetnam market gegn endurgreiðslu.

Ítarefni

 


Getum við bætt efni síðunnar?