Varðandi innflutning á nautakjöti
Frétt -
11.08.2005
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
![]() |
Innflutningur á hráu kjöti er bannaður
með lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og
varnir gegn þeim. Landbúnaðarráðherra getur
þó heimilað slíkan innflutning, að fenginni
umsögn yfirdýralæknis. Þegar innflytjandi vill
flytja inn hrátt kjöt, þá sendir hann erindi
þar að lútandi. til landbúnaðarráðuneytisins,
sem síðan óskar eftir umsögn yfirdýralæknis.
|
Við vinnslu umsagnar þá fer yfirdýralæknir eftir ákvæðum reglugerðar nr. 509/2004 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins. Auk þess er aflað upplýsinga um sjúkdómastöðu viðkomandi útflutningslands. Að fenginni umsögn yfirdýralæknis, er það síðan ráðuneytið sem veitir eða hafnar beiðni innflytjandans um innflutninginn.
Vegna umræðu um innflutning á nautakjöti frá Argentínu þá birtir yfirdýralæknir umsögn embættisins.
|