Fara í efni

Vanmerkur ofnæmis- og óþolsvaldur í pasta

Matvælastofnun varar neytendur við Núll ves kjúklingapasta frá Álfsögu ehf. vegna vanmerktra ofnæmis- og óþolsvalda (sellerí og egg). Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna af markaði.

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu.

  • Vörumerki: Núll Ves
  • Vöruheiti: Carbonara kjúklingapasta
  • Geymsluþol: Best fyrir dagsetning: 17.09.2023
  • Strikamerki: 5694311276961
  • Nettómagn: 430 g
  • Framleiðandi: Álfasaga ehf.
  • Framleiðsluland: Ísland
  • Framleiðandinn: Álfasaga ehf, Bæjarflöt 2, 112 Reykjavík
  • Dreifing: Krambúðin, Krónan, Nettó, 10 11/extra, Hagkaup, Orkan (allar verslanir)

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki vegna þess að innihaldslýsingar eru rangar og vanmerkt m.t.t. ofnæmis- og óþolsvalda. Það er hægt að farga eða skila vörunni til verslunarinnar sem hún var keypt í.

Ítarefni

Fréttatilkynning frá heilbrigðiseftirlitinu í Reykjavík

Neytendavakt Matvælastofnunar á Facebook

Listi Matvælastofnunar á innkallanir


Getum við bætt efni síðunnar?