Vanmerktur ofnæmisvaldur (sinnep) í pylsum
Frétt -
18.05.2022
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun varar neytendur sem hafa óþol fyrir sinnepi við neyslu á steikarpylsum frá Kjöt & Pylsumeistaranum ehf. Steikarpylsurnar eru vanmerktar ofnæmis- og óþolsvalda og því hefur fyrirtækið í samráði við Matvælastofnun innkallað allar lotur og best fyrir dagsetning fyrir 18.05.2022.
Matvælastofnun fékk upplýsingar frá fyrirtækinu að neytendi hafi fengið ofnæmisviðbrögð og haft samband við fyrirtækið og við nánari skoðun á innihaldslýsingu kom í ljós að ekki var greint frá sinnepsfræjum sem voru eitt af hráefnum pylsana og á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda.
Innköllunin á við allar framleiðslulotu framleiddar fyrir 18.05.2022:
- Vörumerki: Pylsumeistarinn, Kjötkompaníið
- Vöruheiti: Steikarpylsa
- Þyngd: 400-480 gr pakkningar og einnig selt í verslun Pylsumeistarans í lausavikt.
- Framleiðandi: Kjöt & Pylsumeistarinn,Kársnesbraut 112, 200 Kópavogur
- Strikamerki: 2300104004866 merkt Pylsumeistaranum og 5692240104003 merkt Kjötkompaniið
- Best fyrir dagsetningar: allar dagsetningar fyrir 18.05.2022
- Dreifing: Verslun Pylsumeistarans, Kjötkompaníið í Hafnarfirði og Granda og Melabúðin
Ítarefni