Fara í efni

Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í súkkulaðiböku

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá heilbrigðiseftirliti Suðurnesja um sölustöðvun og innköllun af markaði á „Franskri lúxusböku - Súkkulaðisælu“ þar sem ekki kemur fram að varan inniheldur soja-lesitín, sem er þekktur ofnæmisvaldur. Gott í kroppinn ehf. hefur, í samráði við heilbrigðiseftirlitið, ákveðið að innkalla af markaði vöruna af markaði.  Ekki kemur fram á umbúðum vörunnar að hún inniheldur lesitín úr sojabaunum.
Lýsing:

  • Vöruheiti:  „Frönsk lúxusbaka-Súkkulaðisæla“.
  • Nettóþyngd:  480 g
  • Sölu- og dreifingaraðili:  Gott í Kroppinn, Valhallarbraut 743, 235 Reykjanesbæ
  • Umbúðir:  Plastöskjur
  • Dreifing:  Verslanir  Hagkaups (Spöng, Skeifunni og Smáralind).

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?