Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í núðlum
Frétt -
09.01.2012
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Aðföng hafa tilkynnt um innköllun á eftirfarandi vöru:
|
Vöruheiti: Euro Shopper núðlur með kjúklingabragði (e. Euro Shopper Noodles with chicken flavour). Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili: Innflutt til Íslands og dreift af Aðföngum, Skútuvogi 7, 104 Reykjavík. Auðkenni/skýringartexti: Varan inniheldur afurð úr mjólk (mjólkurprótein) sem ekki er tilgreind í innihaldslýsingu vörunnar. Mjólk og mjólkurafurðir eru á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda. Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla. Allar best fyrir dagsetningar eru innkallaðar. Strikanúmer 7318690019572. Laga- /reglugerðarákvæði: 13. gr. reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum, sbr. og viðauka við reglugerð nr. 631/2010 um breytingu á reglugerð nr. 503/2005. 8. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum. |
Áætluð dreifing innanlands: Verslanir Bónus og Hagkaupa um land allt.
Ítarefni