Fara í efni

Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í fiskrétti

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar í gegnum Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um vanmerkta vöru á markaði. Um er að ræða tilbúinn fiskrétt sem er með vanmerktan ofnæmis- og óþolsvald.Varan inniheldur salthnetur, skv. innihaldslýsingu. Ekki kemur fram í innihaldslýsingu að hneturnar séu jarðhnetur. Framleiðandi vörunnar hefur innkallað hana af markaði í samráði við Matvælastofnun. 

  • Vöruheiti: Fiskur-Beint í ofninn 
  • Lýsing: Ferskur lax umslög m/rjómaosti, strikanúmer 5694230101429. 
  • Geymsluþol: Best fyrir 03.04.2014
  • Framleiðandi: Ópal Sjávarfang, Hafnarfirði
  • Geymsluskilyrði: kælivara
  • Dreifing: Nettó, Hagkaup

Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis-og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá fyrirtækinu með mynd af vörunni. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?