Fara í efni

Vanmerktur fiskur í raspi og fiskibollur vegna ofnæmis- og óþolsvalda.

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Vanmerktur fiskur í raspi og fiskibollur vegna ofnæmis- og óþolsvalda.

Matvælastofnun hefur fundið í reglulegu eftirliti vanmerkt matvæli m.t.t. ofnæmis- og óþolsvala. Um er að ræða tvær vörutegundir og hafa þær verðið innkallaðar (allar best fyrir dagsetningar) og með neytendavernd í huga verið send út fréttatilkynning.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:

Vöruheiti: Þorskur í raspi

Best fyrir: Allar best fyrir dagsetningar

Nettóþyngd: 800 g

Geymsluskilyrði: Frystivara (-18°C)

Framleiðandi: Víking sjávarfang ehf

Ástæða: inniheldur hveiti sem ekki er í innihaldslýsingu.

Framleiðsluland: Ísland

Dreifing: Allar verslanir Iceland

 

Vöruheiti: Lúxus fiskibollur

Best fyrir: Allar best fyrir dagsetningar

Nettóþyngd: 800 g

Geymsluskilyrði: Frystivara (-18°C)

Framleiðandi: Víking sjávarfang ehf

Ástæða: inniheldur mjólkursykur sem ekki er í innihaldslýsingu.

Framleiðsluland: Ísland

Dreifing: Allar verslanir Iceland

Viðskiptavinum, sem hafa keypt vörurnar og eru viðkvæmir fyrir tilteknum innihaldsefnum (hveiti eða mjólkursykur) er bent á að neyta þeirra ekki og hafa samband við Víking Sjávarfang ehf, Staðarsundi 16 a, 240 Grindavík til að fá þeim skilað. Frekari upplýsingar fást Sigurði í síma 894-5379 eða Antoni í síma 894-6391.

Ítarefni

Uppfærð frétt 17.10.17


Getum við bætt efni síðunnar?