Fara í efni

Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í Sóma Hummus

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hafa borist upplýsingar um að Sómi ehf. hafi tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis um innköllun á Sóma hummus vegna vanmerktra ofnæmis- og óþolsvalda.

Vöruheiti: Sóma hummus
Ábyrgðaraðili; framleiðandi; innflytjandi og/eða dreifingaraðili: Sómi ehf., Gilsbúð 9, 210 Garðabæ, s. 5656000


 

Auðkenni/skýringartexti: Varan inniheldur hráefnið tahini sem gert er úr sesamfræjum. Sesamfræ er ekki gefið upp í innihaldslýsingu en er á lista yfir óþols- og ofnæmisvalda.
Laga- /reglugerðarákvæði: 13. gr. reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum og 8. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.  
Áætluð dreifing innanlands: Allar Bónusverslanirnar, Hagkaupsverslanirnar, Fjarðarkaup, Nóatúnsbúðirnar, Víðir, Pétursbúð, Melabúðin, Mosfellsbakarí og Kostur.

Neytendur sem eiga vöruna og hafa ofnæmi fyrir sesamfræjum og sesamafurðum er bent á að neyta hennar ekki og skila við fyrsta tækifæri til Sóma ehf, Gilsbúð 9, 210 Garðabæ. Tekið skal fram að varan er hættulaus fyrir þá sem ekki eru með ofnæmi fyrir sesamfræjum.


Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?