Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í salötum
Frétt -
31.03.2011
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun
hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur (HER) um
að salöt framleidd af Salathúsinu skuli innkölluð vegna vanmerkinga.
|
|
Vöruheiti:
Ítalskt salat merkt Salathúsið, Ítalskt salat merkt Íslensk matvæli,
Ítalskt salat merkt Eðalsalöt, Kartöflusalat merkt Salathúsið,
Kartöflusalat merkt Íslensk matvæli, Hangikjötssalat merkt Íslensk
matvæli, Hangikjötssalat merkt Salathúsið, Hrásalat merkt Salathúsið,
Hrásalat merkt Íslensk matvæli. Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili: Vörurnar eru framleiddar af Salathúsinu, Sundagörðum 10, 104 Reykjavík. Auðkenni/skýringartexti: Plastbox: 200g, 210g og 350g. Ómerktur ofnæmis og óþolsvaldur (egg) og aðrar vanmerkingar Áætluð dreifing innanlands: Víða um land. |
Tekið skal fram að varan er hættulaus fyrir þá sem eru ekki með ofnæmi fyrir eggjum.
Ítarefni