Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í Euroshopper Fish Fingers
Frétt -
13.04.2011
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
|
|
Upplýsingar hafa borist Matvæla-stofnun um að Aðföng hafi tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á "Euroshopper Fish Fingers" vegna vanmerkingar á ofnæmis og óþolsvalda. |
Vöruheiti: "Euroshopper Fish Fingers".
Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili: Innflutt til Íslands og dreift af Aðföngum, Skútuvogi 7, 104 Reykjavík.
Auðkenni/skýringartexti: Frystivara. 900 g pappaöskjur. Afurð úr eggjum kemur ekki fram í innihaldslýsingu vörunnar. Egg og afurðir úr þeim eru á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda. Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla. Allar best fyrir merkingar innkallaðar og endurmerktar.
Laga- /reglugerðarákvæði: 13. gr. reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum, sbr. og viðauka við reglugerð nr. 631/2010 um breytingu á reglugerð nr. 503/2005. 8. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.
Áætluð dreifing innanlands: Verslanir Bónus og 10-11 um land allt.
Ítarefni