Fara í efni

Vanmerktir kökubitar

Matvælastofnun vill vara neytendur við vanmerktum Snikkers Brownie frá 17 Sortum en jarðhnetur og hveiti voru ekki merktir sem innihaldsefni á umbúðum. Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes (HEF) innkallað vöruna.

Eingöngu er verið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: 17 sortir
  • Vöruheiti: Snikkers brownie/snikkersbitar
  • Framleiðandi: 17 Sortir
  • Best fyrir dagsetningar: 23.08.25
  • Strikanúmer: 5694230600434
  • Dreifing: Verslanir Hagkaups á höfuðborgarsvæðinu.

Neytendur sem eru með ofnæmi fyrir jarðhnetum eða hveiti skulu ekki neyta vörunnar heldur farga eða fara með í verslun Hagkaupa i Smárlind til að fá hana endurgreidda.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?