Fara í efni

Vanmerktar ostaslaufur

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við einni framleiðslulotu af ostaslaufum frá Myllunni en vegna mistaka í pökkun var önnur tegund sett í umbúðirnar sem inniheldur ofnæmis og óþolsvalda (hnetur og soja). Í varúðarskyni innkallar fyrirtækið vöruna með aðstoð heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík og sendir út fréttatilkynningu. Rétta varan er með birkifræjum.

Innköllunin á einungis við um eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Myllan
  • Vöruheiti: Ostaslaufur
  • Geymsluþol: Best fyrir dagsetninga: 10.09.2021
  • Strikamerki: 5690568014967
  • Nettómagn: 4 stk
  • Geymsluskilyrði: Á ekki við
  • Framleiðandi: Myllan, Blikastaðavegi 2, 112 Reykjavík
  • Framleiðsluland: Ísland
  • Dreifing: Verslanir um allt land

Neytendum sem keypt hafa vöruna og eru með ofnæmi eða óþol fyrir soja eða hnetum er bent á að neyta hennar ekki.  Hægt er að skila pakkningunum í verslanir þar sem þær voru keyptar eða til Myllunnar Blikastaðavegi 2. Frekari upplýsingar fást hjá gæðadeild Myllunnar (gaedaeftirlit@myllan.is / s. 5102300).

réttar ostaslaufur

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?