Fara í efni

Vanmerkt síld

Matvælastofnun varar neytendur við sem hafa ofnæmi fyrir eggjum og/eða sinnepi við neyslu á karrísíld frá Ósnesi en varan er vanmerkt með tilliti til ofnæmis- og óþolsvalda. Fyrirtækið hefur í samráði við Matvælastofnun innkallað vöruna frá viðskiptavinum sínum.

Innköllunin á við alla framleiðslulotur af karrísíld;

  • Vöruheiti: Karrísíld 
  • Þyngd: 2,25 kg
  • Best fyrir framleiðsludagur: Allir framleiðsludagar
  • Framleiðandinn: Ósnes ehf., Djúpavogur
  • Dreifing: Fiskás á Hellu, Garri ehf. og stóreldhús.

Kaupendur vörunnar sem eru með ofnæmi- og/eða óþol geta haft samband við söluaðila eða fyrirtækið Ósnes ehf. til að fá endurgreiðslu.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?